Göturyk

Göturyk (e. road dust) er stærsta uppspretta svifryks í Reykjavík. Svifrykið myndast við dekkja, bremsu og malbiksslit, mest á blautum dögum. Bílar þyrla upp ryki sem hefur safnast upp á götum þegar þær þorna.

Á Norðurlöndum var NORTRIP (NOn-exhaust Road TRaffic Induced Particle emission) líkan þróað til að spá fyrir gatnasvifryki og ákvarða mótvægisaðgerðir gegn rykinu. Brian Barr er að vinna að vinna að MS verkefni um götusvifryk, styrkt af rannsóknasjóði Vegargerðarinnar. Verkefnið er samstarf sérfræðinga Háskóla Íslands og sænsku veg- og samgöngurannsóknastofnunarinnar (VTI).

NORTRIP líkanið sýnir að ryk myndun snar hækkar á meðan nagladekk eru leyfð hefst (sjá mynd að neðan). Nagaldekk eru notuð til að auka öryggi í hálku. Önnur uppspretta svifryks er hálkuvörn með sandi, eins og gert er á Akureyri.

Hermd svifrykslosun með (blá lína) og án nagladekkja (rauð lína). Heimild: Brian C Barr o.fl., framsögn á ráðstefnu Rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar 1. nóv 2019

Samhengi er milli fjölda daga þar sem svifryk við stofnbraut fer yfir heilsuverndarmörk og hlutfall bíla á nagladekkjum, sem hefur farið hækkandi síðan lágmarki var náð 2012 eins og sést á mynd að neðan

Heimild: Brian C Barr o.fl., framsögn á ráðstefnu Rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar 1. nóv 2019. (Uppruni gagna: Nagladekkja talningar Eflu verkfræðistofu, loftgæðamælingar umhverfisstofnunar á Grensás)

Frekari fróðleikur