Flugeldar

Flugeldar eru notaðir til hátíðarbrigða. Þegar flugeldar springa losnar fínt svifryk sem getur skaðað heilsu manna. Einnig inniheldur rykið óæskileg, mögulega heilsuspillandi efni. Erlendar rannsóknir gefa til kynna að þegar almenningur fær ótakmarkaðan aðgang að flugeldum geti svifryksmengun farið margfalt fram yfir skilgreind heilsuverndarmörk. Á þetta t.d. við Dívalí hátíðina á Indlandi svo og nýárshátíðir í Kína og í mörgum Evrópulöndum. Vísbendingar eru um að dánartíðni hækki eftir slíka mengun. Klukkustundargildin á meðan og eftir að flugeldum er skotið upp er afar há. Nýleg grein tengir bráða lungnabólgu við innöndun flugeldareyks þrjá daga í röð.

Á Íslandi getur almenningur keypt og skotið flugeldum um áramót. Nýlegar rannsóknir staðfesta erlendar rannsóknir, en sýna einnig fram á að mengunin af flugeldum hér á landi er afar há, jafnvel í samanburði við mun fjölmennari samfélög. Áhyggjur af óstýrðri flugeldnaotkun Íslendinga eru:

  • Heilsuverndarmörk eru brotin að meðaltali annan hvern nýjársdag í Reykjavík
  • Mengunin skarar á tíðum margfalt framúr heilsuverndarmökum svifryks
  • Mengunin er útbreidd og hæstu gildin mælast í íbúahverfum, sem eiga að vera griðastaðir fyrir mengun
  • Klukkustundargildi svifryks á nýársnótt 2018 í íbúahverfinu Dalsmára í Kópavogi var bæði metmengun á höfuðborgarsvæðinu og í Evrópu
  • Flugeldaryk er að mestu fínkornótta (PM2,5), sem er mun skaðlegra heilsu en grófkornótta ryk (PM10)
  • Rykið inniheldur mörg óæskileg efni, sbr. skýrslu umhverfisstofnunar frá nóvember 2019

Ítrekaðar kannanir sýna að meirihluti Íslendingar styðja breytingar á flugeldafyrirkomulagi. Flestir vilja halda flugeldasýningar í staðinn fyrir almenna notkun. Þær valda marktækri hækkun fíns svifryks en hækkunin er mun minni, eða brot af heilsuverndarmörkum svifryks, í samanburði þegar almenningur sprengir sjálfur upp flugelda. Aðrir vilja setja þak á sölu flugelda og 8% þjóðar vilja alfarið banna þá.

Þeir sem vilja kynna sér málið nánar geta farið á eftirfarandi vefslóðir.

Vísindagreinar og skýrslur:

Garðarsdóttir, R.B., Andradóttir, H.Ó. og Thorsteinsson, Th. (2020). Protect me from what I want: Understanding excessive polluting behavior and willingness to act, Sustainability. 12(14), 5867; https://doi.org/10.3390/su12145867

Umhverfisstofnun (2019). Mælingar á fjölhringja kolefnissamböndum og frumefnum í svifryki áramótin 2018-2019, Reykjavík: Umhverfisstofnun.

Andradóttir, H.Ó. and Thorsteinsson, T. (2019). Repeated extreme particulate matter episodes due to fireworks in Iceland and stakeholders’ responseJournal of Cleaner Production, doi: https://doi.org/10.1016/j.jclepro.2019.06.342

Gunnar Gudmundsson, Hrund Ó. Andradóttir, Þröstur Þorsteinsson (2018). Mengun af völdum flugelda og áhrif a lungnaheilsu Íslendinga. Læknablaðið, 104(12), 576 – 577.

Hér eru dæmi um fréttaumfjallanir og blaðagreinar:

Umhverfisstofnun (19. desember 2019). Varasamt ryk frá flugeldum – mælingar á efnainnihaldi flugeldaryks um síðustu áramót liggja fyrir.

Hrund Ó. Andradóttir og Þröstur Þorsteinsson (2. Janúar 2019). Höldum íbúahverfunum hreinum. Fréttablaðið.

Lovísa Arnardóttir (27. desember 2018). Flýja inn með sviða í augum vegna mengunar um áramót. Fréttablaðið.

Háskóli Íslands (25. september 2018). Tímabært að huga að aðgerðum gegn flugeldamengun.

Lovísa Arnardóttir (23. september 2018). Stundargaman á kostnað heilsu: Vilja takmarka flugeldanotkun. Fréttablaðið.

Arnhildur Hálfdánardóttir (22. September 2018). Vilja banna almenna notkun flugelda. Rúv.

Baldur Guðmundsson (17. september 2018).  Evrópumet í mengun kallar á hertar reglur um flugelda. Fréttablaðið.

Hrund Ó. Andradóttir (4. Janúar 2018). Metmengun þrátt fyrir aðvaranir – hvað nú? Fréttablaðið. Bls. 24